Innlent

Kolbrún vill taka bílinn og einkabílstjórann af Degi

Jakob Bjarnar skrifar
Kolbrún vill fá frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa og að það verði fjármagnað með að taka bílinn og bílstjórann af Degi.
Kolbrún vill fá frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa og að það verði fjármagnað með að taka bílinn og bílstjórann af Degi.
Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur gert það að tillögu sinni að borgarfulltrúar sem og starfsfólk Ráðhúss fái frí bílastæði í borginni.

Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs. Kolbrún vill að borgarfulltrúar og starfsmenn fái bílastæðakort eða þessu verði mætt eftir öðrum leiðum.

„Það eru einhverjir sem bæði vilja og þurfa að nota einkabílinn sinn til vinnu og eiga að geta gert það án þess að nýta þá upphæð sem hugsað er að fari í eitt og annað aukreitis í starfinu. Hafa skal í huga að margir koma langt að og eiga þess ekki kost að nota almenningsamgöngur eða hjól enda á þetta að vera val hvers og eins,“ segir í erindinu.

Þar er jafnframt vikið að hugsanlegri spurningu um hvernig þetta skuli fjármagna? Kolbrún leggur til að sá siður leggist af að borgarstjóri hafi bílstjóra.

„Ég óskaði fyrir nokkrum dögum eftir upplýsingum um kostnað er varðar að halda úti bílstjóra fyrir borgarstjóra með öllu því sem því fylgir en hef ekki fengið það sent enn.“

Þessu erindi Flokks fólksins var frestað. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur málið í flimtingum á Twittersíðu sinni í morgun. Eins og sjá má hér neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×