Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 12:52 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Hanna Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira