Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 21:00 Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir. Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir.
Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00
Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30