Skotveiðimenn kvarta yfir aðferðafræði Náttúrustofnunar Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2018 19:35 SKOTVÍS segir að Náttúrufræðistofnun hafi brugðist trausti skotveiðimanna og erfitt verði að vinna það upp á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands er ósátt við aðferðafræði Náttúrustofnunar Íslands um fjölda rjúpna sem veiða má á komandi veiðitímabili. Kvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung á einum sólarhring án þess að nokkur rök hafi verið færð fyrir fækkuninni. Fyrst hafi NÍ, á samráðsfundi um veiðarnar, stungið upp á að 89 þúsund fuglar yrðu veiddir. Það hafi svo breyst þegar stofnunin skilaði tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 13. september.Í yfirlýsingu á vef SKOTVÍS, sem ber titilinn Hentistefna eða veiðistjórnun?, er vöngum velt yfir því að ráðlegging stofnunarinnar hafi farið úr 89 þúsund fuglum, þann 12. september, í 76 þúsund á einum sólarhring. „Dægursveifla ráðgjafar NÍ er því 22.000 fuglar. Og þrátt fyrir að í greinargerð með ráðgjöf sinni komi skýrt fram að fjöldi veiðidaga hafi engin áhrif á veiðar vill NÍ samt sem áður ekki leggja til fjölgun veiðidaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu NÍ um tillögurnar, sem birt var á vef stofnunarinnar á föstudaginn, segir að framreiknuð stofnstærð rjúpna sé 758 þúsund fuglar og stærðin hafi verið 649 þúsund í fyrra.Þó segir að stofnstærð sé nær örugglega ofmetin og að viðkoma rjúpunnar hafi verið léleg vestan- og sunnanlands. Því þurfi varúðarreglan að gilda. SKOTVÍS segir stofninn sjaldan hafa verið stærri frá upphafi talninga. Þegar kvótinn 89 þúsund hafi verið lagður til á samráðsfundinum hafi komið fram í rökstuðningi NÍ að „ljóst væri eftir að sölubann var sett á rjúpu, að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. Sóknin væri sú sama. Veiðimenn sýndu ábyrgð og stunduðu hóflegar veiðar,“ samkvæmt SKOTVÍS. Kvartar félagið yfir því að NÍ vilji ekki fjölga veiðidögum þó fram hafi komið í máli þeirra að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. „Að mati SKOTVÍS er hér um hentistefnu en ekki vísindalega veiðistjórnun að ræða. Að beita varúðarreglu þegar ljóst er að veiðstofn rjúpu hefur sjaldan verið stærri frá því að markvissar talningar hófust, getur ekki verið trúverðugt. Er réttlætanlegt að beita “varúðarreglu” þegar stofninn er í hámarki og rjúpu fjölgar um allt land? Að mati SKOTVÍS þá er verið að gengisfella varúðaregluna með slíkri hentistefnu,“ segir í tilkynningu félagsins. Þar segir að stofnunin hafi brugðist trausti skotveiðimanna og erfitt verði að vinna það upp á nýjan leik. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands er ósátt við aðferðafræði Náttúrustofnunar Íslands um fjölda rjúpna sem veiða má á komandi veiðitímabili. Kvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung á einum sólarhring án þess að nokkur rök hafi verið færð fyrir fækkuninni. Fyrst hafi NÍ, á samráðsfundi um veiðarnar, stungið upp á að 89 þúsund fuglar yrðu veiddir. Það hafi svo breyst þegar stofnunin skilaði tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 13. september.Í yfirlýsingu á vef SKOTVÍS, sem ber titilinn Hentistefna eða veiðistjórnun?, er vöngum velt yfir því að ráðlegging stofnunarinnar hafi farið úr 89 þúsund fuglum, þann 12. september, í 76 þúsund á einum sólarhring. „Dægursveifla ráðgjafar NÍ er því 22.000 fuglar. Og þrátt fyrir að í greinargerð með ráðgjöf sinni komi skýrt fram að fjöldi veiðidaga hafi engin áhrif á veiðar vill NÍ samt sem áður ekki leggja til fjölgun veiðidaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu NÍ um tillögurnar, sem birt var á vef stofnunarinnar á föstudaginn, segir að framreiknuð stofnstærð rjúpna sé 758 þúsund fuglar og stærðin hafi verið 649 þúsund í fyrra.Þó segir að stofnstærð sé nær örugglega ofmetin og að viðkoma rjúpunnar hafi verið léleg vestan- og sunnanlands. Því þurfi varúðarreglan að gilda. SKOTVÍS segir stofninn sjaldan hafa verið stærri frá upphafi talninga. Þegar kvótinn 89 þúsund hafi verið lagður til á samráðsfundinum hafi komið fram í rökstuðningi NÍ að „ljóst væri eftir að sölubann var sett á rjúpu, að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. Sóknin væri sú sama. Veiðimenn sýndu ábyrgð og stunduðu hóflegar veiðar,“ samkvæmt SKOTVÍS. Kvartar félagið yfir því að NÍ vilji ekki fjölga veiðidögum þó fram hafi komið í máli þeirra að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. „Að mati SKOTVÍS er hér um hentistefnu en ekki vísindalega veiðistjórnun að ræða. Að beita varúðarreglu þegar ljóst er að veiðstofn rjúpu hefur sjaldan verið stærri frá því að markvissar talningar hófust, getur ekki verið trúverðugt. Er réttlætanlegt að beita “varúðarreglu” þegar stofninn er í hámarki og rjúpu fjölgar um allt land? Að mati SKOTVÍS þá er verið að gengisfella varúðaregluna með slíkri hentistefnu,“ segir í tilkynningu félagsins. Þar segir að stofnunin hafi brugðist trausti skotveiðimanna og erfitt verði að vinna það upp á nýjan leik.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira