Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2018 07:00 Þungunarrof verður ekki heimilt samkvæmt frumvarpinu eftir 18. viku meögöngu nema fóstrið teljist ólífvænlegt. Vísir/Getty Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels