Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2018 12:03 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi. Fréttablaðið/Eyþór Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar. Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tekjur.is, hvar fletta má upp tekjum einstaklinga á Íslandi samkvæmt skattframtali sem tekur til ársins 2016 ætlar að reynast afar umdeildur. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Skaganum, er einn þeirra sem fagnar ákaft þessu framtaki: „Það er morgunljóst í mínum huga að það er gríðarlegur fengur í þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum frá tekjur.is. En í þessum gögnum kemur fram sú misskipting og óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað,“ segir Vilhjálmur í pistli sem hann birti á Facebook í morgun.Drífa Snædal segir að með leyndinni þrífist misréttið.Vísir/VilhelmÍ sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Í leyndinni hvílir misréttið. Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði. Þess má geta að frá því ég hóf störf hjá SGS hafa upplýsingar um tekjur þeirra sem eru þar á launaskrá verið birtar á heimasíðunni enda ekki launungarmál,“ segir Drífa á sinni Facebooksíðu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt því að vefurinn sé opinn eru Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM, fyrrverandi formaður Heimdallar, sem lagði inn formlega kvörtun til Persónuverndar þegar á föstudag. En ungir Sjálfstæðismenn hafa löngum barist gegn því að skattayfirvöld veiti opinberlega upplýsingar um tekjur einstaklinga. Þannig má segja að í þessu máli kristallist átök milli hægri vængs stjórnmálanna, frjálshyggjumanna og svo verkalýðsforystunnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu. 13. október 2018 07:15
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14