Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2018 15:42 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira