Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 18:50 Píratarnir Smári og Helgi Hrafn furða sig á dómi sem féll í Hæstarétti í dag. „Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“ Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
„Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52