Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 14:00 BepiColombo var þróað af geimvísindastofnunum Evrópu og Japan. ESA/STEPHANE CORVAJA Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996. Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996.
Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira