Nýta sér kerfið til áframhaldandi ofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 20:00 Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig. Í fréttum okkar i gær sögðum við frá nýrri rannsókn um upplifanir kvenna af sáttameðferð hjá Sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Lögfræðingur segir dæmin sýna að gerendur nýti kerfið til að koma í veg fyrir að sambúðarslit fari fram. Gerandi geti því haldið þolanda sínum í kerfinu í mörg ár og viðhaldið fjárhagslegri kúgun meðal annars með því að þolandi geti ekki skráð sig sem einstætt foreldri. „Það er mín reynsla að þegar þolendur koma til okkar sem eru í ofbeldissambandi og eru að leita sér að upplýsingum hvernig ferlið sé þá vex það þeim oft í augum að fara út úr ofbeldissambandinu. Af því að þeir upplifa að það séu margar hindranir á leiðinni, ferlið sé langt og líði langur tími þar til fjárhagur þeirra verði þannig að það geri þeim auðveldara fyrir," segir hún. Nýta kerfið til áframhaldandi samskipta Hún segir gerendur oft reka nokkur mál í einu inni í kerfinu og haldi þolendum þannig enn í samskiptum við sig. Þá á hún við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál en oft á tíðum er það þolandi og börnin sem flytji út af heimilinu en gerandi haldi í lögheimili þeirra. Það er hennar reynsla að slíkt sé algengt til að halda í valdið. „Það er mín reynsla að það sé mjög algengt að það fáist ekki samþykki fyrir að færa börnin. Þolandinn sé fluttur af heimilinu. Ég finn mig ítrekað í þeirri aðstöðu að ráðleggja þolendum að flytja ekki sitt lögheimili til þess að halda sig á sama lögheimili og börnin. Þá er í raun að sumu leiti skárra að þolandi hafi áfram sama lögheimili. Þetta veldur flækjustigi, tvímannalaust," segir hún. Tengdar fréttir Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig. Í fréttum okkar i gær sögðum við frá nýrri rannsókn um upplifanir kvenna af sáttameðferð hjá Sýslumanni í kjölfar ofbeldissambands. Lögfræðingur segir dæmin sýna að gerendur nýti kerfið til að koma í veg fyrir að sambúðarslit fari fram. Gerandi geti því haldið þolanda sínum í kerfinu í mörg ár og viðhaldið fjárhagslegri kúgun meðal annars með því að þolandi geti ekki skráð sig sem einstætt foreldri. „Það er mín reynsla að þegar þolendur koma til okkar sem eru í ofbeldissambandi og eru að leita sér að upplýsingum hvernig ferlið sé þá vex það þeim oft í augum að fara út úr ofbeldissambandinu. Af því að þeir upplifa að það séu margar hindranir á leiðinni, ferlið sé langt og líði langur tími þar til fjárhagur þeirra verði þannig að það geri þeim auðveldara fyrir," segir hún. Nýta kerfið til áframhaldandi samskipta Hún segir gerendur oft reka nokkur mál í einu inni í kerfinu og haldi þolendum þannig enn í samskiptum við sig. Þá á hún við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál en oft á tíðum er það þolandi og börnin sem flytji út af heimilinu en gerandi haldi í lögheimili þeirra. Það er hennar reynsla að slíkt sé algengt til að halda í valdið. „Það er mín reynsla að það sé mjög algengt að það fáist ekki samþykki fyrir að færa börnin. Þolandinn sé fluttur af heimilinu. Ég finn mig ítrekað í þeirri aðstöðu að ráðleggja þolendum að flytja ekki sitt lögheimili til þess að halda sig á sama lögheimili og börnin. Þá er í raun að sumu leiti skárra að þolandi hafi áfram sama lögheimili. Þetta veldur flækjustigi, tvímannalaust," segir hún.
Tengdar fréttir Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Ofbeldismenn hættulegastir þegar þeir missa tök á þolanda sínum Ný rannsókn af upplifun kvenna sem eru að skilja við ofbeldismenn leiðir í ljós að breyta þurfi verklagi hjá sýslumanni þegar kemur að sáttameðferð. 18. október 2018 20:00