Elísabet gerði sér lítið fyrir og fór kílómetrana 400 á 96 klukktímum og 54 mínútum, Elísabet er því fyrsta konan til að klára Góbí-eyðimerkurhlaupið á undir 100 klukkutímum. Þetta kemur fram í færslu á facebook síðu Elísabetar.
Elísabet varð í 9. sæti í heildarkeppninni og eins og áður sagði var fyrst kvenna en af 50 keppendum voru sjö konur.
Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji.
Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún kláraði núna en Góbí hlaupið er eitt erfiðasta hlaup í heimi.
Heimildum greinir á um tíma Elísabetar. Á Facebook síðu hennar er tíminn sagður 96 klukkustundir og 54 mínútur en á síðu hlaupsins er tíminn sagður 97 klukkustundir og 11 mínútur. Báðir tímar tryggja Elísabetu hraðasta hlaup konu í Gobi-eyðimerkurhlaupinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.