Katalónar þjarma að Sánchez Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 07:00 Quim Torra hélt stefnuræðu sína þegar katalónska þingið kom saman eftir sumarfrí í gær. vísir/epa Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira