Innlent

Bætur vegna Aserta-málsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. vísir/hanna
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmt til að greiða Gísla Reynissyni, fyrrverandi starfsmanni Straums fjárfestingabanka, 1,4 milljónir króna í bætur vegna rannsóknaraðgerða í Aserta-málinu svokallaða.

Í málinu voru fjórir menn ákærðir fyrir brot gegn lögum um gjaldeyrismál. Mennirnir voru sýknaðir í héraði og fallið frá málinu áður en það var tekið fyrir í Hæstarétti. Var það gert þar sem líklegt þótti að meint brot væru fyrnd.

Gísli krafðist 65 milljóna króna bóta en upphæðin var miðuð við að hann hefði orðið fyrir atvinnutjóni vegna rannsóknarinnar. Krafa Gísla var á grundvelli þess að rannsóknaraðgerðir lögreglu hefðu verið úr hófi, opinberra ummæla rannsakenda og vegna fjártjóns vegna kyrrsetningar og haldlagningar fjármuna. Ekki var fallist á að rannsóknaraðgerðir hefðu verið úr hófi og ummæli rannsakenda þóttu ekki meiðandi.

Aftur á móti þótti sýnt fram á að kyrrsetning og haldlagning hefði varað of lengi. Atvinnutjón hans þótti ekki sannað og voru bætur því ákvarðaðar að álitum 1,4 milljónir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×