Gylfi tryggði Everton sigurinn með stórkostlegu marki

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gylfi fagnar marki sínu í dag
Gylfi fagnar marki sínu í dag vísir/getty
Everton heimsótti Leicester í dag og voru það gestirnir sem byrjuðu betur er Richarlison kom Everton yfir strax á 7. mínútu leiksins.



Ricardo Pereira jafnaði hins vegar leikinn fyrir Leicester undir lok fyrri hálfleiks.



Allt var í járnum í síðari hálfleik þangað til það var komið að Gylfa.



Gylfi fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester, snéri auðveldlega á James Maddison og lét vaða af löngu færi, beint í fjær hornið, yfir Kasper Schmeichel í marki Leicester. Stórkostlegt mark.



Mark Gylfa reyndist sigurmark leiksins og er Everton komið með 12 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Manchester United.



Þetta var fimmtugasta mark Gylfa í úrvalsdeildinni og síðan hann lék sinn fyrsta leik í deildinni, hefur enginn leikmaður skorað fleiri mörk fyrir utan teig og hann. Hann er jafn Philippe Coutinho með 19 mörk.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira