Innlent

Athugun Gæslunnar á flughávaða í Grímsnesi leiddi ekkert óeðlilegt í ljós

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Athugun Landhelgisgæslunar á fréttum af miklum hávaða frá flugvél sem flaug yfir Grímsnesið á föstudagskvöld leiddi ekkert óeðlilegt í ljós.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi.

Greint var frá því í gær að bændur á Minni-Bæ í Grímsnesi hafi þurft að aflífa hross  eftir að það hljóp á girðingu og slasaðist eftir að hafa sturlast úr hræðslu vegna hávaða úr flugvél á klukkan 20 á föstudagskvöld.

Mbl  greindi frá því að hugsanlegt væri að flugvélin sem um ræddi hafi verið rússnesk, af gerðinni Ilyushin IL76TD, á leið frá Keflavík til Moskvu.

Í 23 þúsund feta hæð

Ásgeir segir að sú vél hafi verið í um 23 þúsund feta hæð þegar flogið var yfir Grímsnes og mjög ólíklegt að vél í slíkri hæð geti valdið svo miklum hávaða.

Hann segir ennfremur útilokað að um herflugvélar í loftrýmisgæslu hafi verið að ræða því að þær hafi farið af landi brott á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×