Erlent

Hinn brasilíski Trump langefstur samkvæmt útgönguspám

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jair Bolsonaro er afar nálægt því að tryggja sér forsetastólinn í Brasilíu án þess að kjósa þurfi í annarri umferð.
Jair Bolsonaro er afar nálægt því að tryggja sér forsetastólinn í Brasilíu án þess að kjósa þurfi í annarri umferð. Vísir/Getty
Útgönguspár í forsetakosningum Brasilíu sem fóru fram í dag hafa verið birtar. Samkvæmt þeim er öfga-hægrimaðurinn Jair Bolsonaro efstur með um 45% atkvæða.Gangi spárnar eftir verður sigur Bolsonaro í fyrri umferð kosninganna talsvert stærri en skoðanakannanir gerðu ráð fyrir en honum var að jafnaði spáð tæplega 40 prósenta fylgi.Hreinan meirihluta þarf til þess að frambjóðandi geti tryggt sér forsetastólinn og ekki þurfi að kjósa í annarri umferð. Í henni stæði valið á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Ljóst er að næst atkvæðamesti frambjóðandinn verður Fernando Haddad í Verkamannaflokki Brasilíu en útgönguspár spá honum rúmlega fjórðungi atkvæðanna.Þegar þetta er skrifað hafa 57 prósent atkvæða verið talin og Bolsonaro fengið 48,9% þeirra. Verði niðurstaðan sú fer önnur umferð kosninganna fram þann 28. október.Fjallað var um Bolsonaro í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.  

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.