Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2018 12:31 Dmitry Peskov er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Dmitry Medvedev, forsætisráðherra og fyrrverandi forseti, og Vladimir Pútín, forseti og fyrrverandi forsætisráðherra. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð. Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð.
Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23