Fótbolti

Tók vítaspyrnu og fór í heljarstökk á sama tíma │Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
skjáskot
Leikmaður unglingaliðs Rubin Kazan í Rússlandi skoraði ótrúlegt mark úr vítaspyrnu í stúdentadeildinni þar í landi.

Norik Avdalyan tók aðhlaupið að boltanum og um leið og hann sparkaði í boltann þá hoppaði hann upp í heljarstökk.

Á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn í netinu, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Avdalyan skorar svona mark, hann gerði það líka á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×