Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 14:04 Einar K. Guðfinnsson telur ummæli Óttars lykta af mannfyrirlitningu en sá hinn síðarnefndi harmar það að hafa orðað hugsanir sínar illa. Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV. Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV.
Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent