Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 11:30 Hér er hinn káti hópur á dekki flugmóðurskipsins, klár í slaginn. Bandaríski sjóherinn Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO fengu höfðinglegar móttökur þá er þeim var boðið sérstaklega í kynningarferð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman.Vísir greindi frá þessu ferðalagi þingmannahópsins í gær og leitaði í framhaldinu frekari upplýsinga hjá Bandaríska sjóhernum. Nánar tiltekið Lauru K. Stegherr sem er upplýsingastjóri en hún var svo vinsamleg að senda okkur fáeinar myndir af hópnum um borð.Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín um borð í flugmóðurskipinu mikla.Bandaríski sjóherinnAð sögn Stegherr er USS Harry S. Truman nú á ferð um norðurslóðir til að gæta að öryggi bandamanna á norðurslóðum, tryggja friðinn og styrkja vinaböndin. Meðal Íslendinga sem fóru þessa siglingu eru áðurnefndur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins auk ásamt starfsfólks varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Hópurinn saman kominn við sérstaka orrustuþotu hersins.bandaríski sjóherinnGuðlaugur Þór flutti stutta tölu um borð þar sem hann talaði um mikilvægi samstarfsins í NATO og var gerður góður rómur að orðum hans.Mikilvægi NATO „Ísland er stofnaðili í NATO. Tengsl við bandamenn okkar þar eru sterk og traust. Við erum herlaus þjóð en við tökum engu að síður fullan þátt á forsendum hefðbundinna varna og aðgerðum á norðurslóðum. Þetta er frábært tækifæri til að styrkja tengslin,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars: „Sagan hefur kennt, svo ekki verður um villst að mikilvægi NATO er ótvírætt. Og sagan mun áfram sýna að það er jafn mikilvægt nú og var að halda því varnarsamstarfi vakandi.“ Íslenski hópurinn hitti fyrir um borð þá Gene Black, sem er Strike Group Commander, Rear Adm. og Capt. Nick Dienna, Commanding Officer sem sýndi Íslendingunum stjórnstöðina í brúnni og þá fengu þeir að fylgjast sérstaklega með flugtaki af dekki flugmóðurskipsins. Þeir sögðust sérlega ánægðir með heimsóknina þegar þeir tóku á móti íslenska leiðangursfólkinu; að þeim væri heiður sýndur. Umdeilt boð Víst er að þó sjóherinn og utanríkisráðherra hafi verið ánægð með hvernig til tókst er tiltækið umdeilt. Þannig hefur Vísir greint frá því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telji einsýnt að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurvelli í gær en þær fluttu hópinn um borð í flugmóðurskipið. Lögum samkvæmt er umferð orrustuflugvéla bönnuð á Reykjavíkurflugvelli.Þá liggur fyrir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra afþökkuðu hið góða boð um að fara í sjóferð og kynna sér starfsemina um borð í USS Harry S. Truman. Nú eru yfirstandandi óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi og má vænta þess að málið verði tekið upp á þeim vettvangi. Alþingi Norðurslóðir Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO fengu höfðinglegar móttökur þá er þeim var boðið sérstaklega í kynningarferð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman.Vísir greindi frá þessu ferðalagi þingmannahópsins í gær og leitaði í framhaldinu frekari upplýsinga hjá Bandaríska sjóhernum. Nánar tiltekið Lauru K. Stegherr sem er upplýsingastjóri en hún var svo vinsamleg að senda okkur fáeinar myndir af hópnum um borð.Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín um borð í flugmóðurskipinu mikla.Bandaríski sjóherinnAð sögn Stegherr er USS Harry S. Truman nú á ferð um norðurslóðir til að gæta að öryggi bandamanna á norðurslóðum, tryggja friðinn og styrkja vinaböndin. Meðal Íslendinga sem fóru þessa siglingu eru áðurnefndur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins auk ásamt starfsfólks varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Hópurinn saman kominn við sérstaka orrustuþotu hersins.bandaríski sjóherinnGuðlaugur Þór flutti stutta tölu um borð þar sem hann talaði um mikilvægi samstarfsins í NATO og var gerður góður rómur að orðum hans.Mikilvægi NATO „Ísland er stofnaðili í NATO. Tengsl við bandamenn okkar þar eru sterk og traust. Við erum herlaus þjóð en við tökum engu að síður fullan þátt á forsendum hefðbundinna varna og aðgerðum á norðurslóðum. Þetta er frábært tækifæri til að styrkja tengslin,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars: „Sagan hefur kennt, svo ekki verður um villst að mikilvægi NATO er ótvírætt. Og sagan mun áfram sýna að það er jafn mikilvægt nú og var að halda því varnarsamstarfi vakandi.“ Íslenski hópurinn hitti fyrir um borð þá Gene Black, sem er Strike Group Commander, Rear Adm. og Capt. Nick Dienna, Commanding Officer sem sýndi Íslendingunum stjórnstöðina í brúnni og þá fengu þeir að fylgjast sérstaklega með flugtaki af dekki flugmóðurskipsins. Þeir sögðust sérlega ánægðir með heimsóknina þegar þeir tóku á móti íslenska leiðangursfólkinu; að þeim væri heiður sýndur. Umdeilt boð Víst er að þó sjóherinn og utanríkisráðherra hafi verið ánægð með hvernig til tókst er tiltækið umdeilt. Þannig hefur Vísir greint frá því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telji einsýnt að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurvelli í gær en þær fluttu hópinn um borð í flugmóðurskipið. Lögum samkvæmt er umferð orrustuflugvéla bönnuð á Reykjavíkurflugvelli.Þá liggur fyrir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra afþökkuðu hið góða boð um að fara í sjóferð og kynna sér starfsemina um borð í USS Harry S. Truman. Nú eru yfirstandandi óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi og má vænta þess að málið verði tekið upp á þeim vettvangi.
Alþingi Norðurslóðir Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57