Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 14:47 Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. Vísir/getty Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði