Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2018 20:00 Ágúst Ingi Ágústsson. Vísir/egill Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins.
Heilbrigðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira