Leggja til stofnun miðstöðvar skimunar fyrir krabbameini Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2018 06:00 Halla Þorvaldsdóttir segir umræðu um framtíðarfyrirkomulag skimunar hafa verið grunna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00
Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00
Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00