Vg vill vita hvernig baklandið liggur Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2018 16:58 Stjórn Vg vill vita hvort félagar í hreyfingunni séu ekki enn jafn ánægðir og áður með þær Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur. visir/vilhelm „Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak. Stj.mál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
„Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak.
Stj.mál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira