Innlent

Sendu ólöglegan búrfugl úr landi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fuglinn kom til landsins með Norrænu.
Fuglinn kom til landsins með Norrænu. Vísir

Um miðjan ágúst var lagt hald á búrfugl sem fluttur var ólöglega til landsins í bíl með Norrænu. Fuglinum var haldið í einangrun undir eftirliti Matvælastofnunar á Seyðisfirði þar til hann var sendur úr landi í síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Leyfi til innflutnings lá ekki fyrir og ekkert heilbrigðisvottorð fylgdi fuglinum. Innflutt gæludýr sem ekki uppfylla skilyrði vegna innflutnings skulu send úr landi eða aflífuð.

„Innflytjendur búrfugla skulu afla innflutningsleyfis Matvælastofnunar og leggja fram heilbrigðisvottorð frá dýralækni fyrir innflutning. Þar að auki skulu búrfuglar dvelja í einangrun í fjórar vikur í aðstöðu sem samþykkt hefur verið af Matvælastofnun. Gæludýr sem hafa innflutningsleyfi Matvælastofnunar er einungis heimilt að flytja inn um Keflavíkurflugvöll,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.