Innlent

Komu veikri konu og slösuðum skipverja undir læknishendur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Konan og skipverjinn voru bæði flutt á sjúkrahús í Reykjavík.
Konan og skipverjinn voru bæði flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, sinntu tveimur útköllum í dag. Í öðru útkallinu var kona á Norðvesturlandi flutt á sjúkrahús í Reykjavík og í hinu var slasaður skipverji sóttur um borð í togara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Klukkan 11:38 barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá Neyðarlínu um að flytja þyrfti konu á Norðvesturlandi á sjúkrahús í Reykjavík vegna bráðra veikinda. TF-LIF var komin í loftið um tuttugu mínútum síðar og flutti konuna á Landspítalann í Fossvogi.

Á meðan TF-LIF sinnti útkallinu á Norðvesturlandi var óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna slasaðs skipverja um borð í togara sem staddur var um 70 sjómílur suðvestur af landinu. TF-GNA tók á loft frá Reykjavík klukkan 13:14 og var komin að skipinu um þremur korterum síðar. Maðurinn var hífður um borð í þyrluna og komið undir læknishendur í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.