Innlent

Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá kröfugöngu verkalýðs 1. maí síðastliðinn.
Frá kröfugöngu verkalýðs 1. maí síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs, en tenging marka efra þrepsins við vísitölu launa skapar ákveðið misræmi þar sem persónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin fylgja vísitölu neysluverðs.

Við því er brugðist með því að festa mörk efra þrepsins við vísistölu verðlags. Við þetta er talið að jafnræði verði milli ólíkra tekjuhópa gagnvart skattkerfinu meira og skattgreiðslur almennings lækki um 1,7 milljarða króna.

Talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningarfundi um fjárlögin í morgun að persónuafsláttur fólks muni að jafnaði hækka um 2.000 krónur á mánuði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×