Innlent

Gert ráð fyrir að Gæslan fái nýjar þyrlur 2022

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að þyrlurnar verði afhentar á árinu 2022.
Gert er ráð fyrir að þyrlurnar verði afhentar á árinu 2022. Vísir/Daníel
Ríkisstjórnin hyggst leggja til 1,9 milljarð króna í kaup á nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, en gert er ráð fyrir að þær verði afhentar árið 2022.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Framlagið fer til kaupa á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, en áætlað kaupverð hverrar þyrlu er 4,7 milljarðar króna og heildarfjárfesting því upp á ríflega 14 milljarða króna.

„Gert er ráð fyrir að þyrlurnar verði afhentar á árinu 2022. Fjármálaáætlun 2019–2023 gerir ráð fyrir að til viðbótar framlagi ársins 2019 komi þrír milljarðar til greiðslu ár hvert tímabilið 2020–2023,“ segir í frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×