Innlent

Gert ráð fyrir að Gæslan fái nýjar þyrlur 2022

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að þyrlurnar verði afhentar á árinu 2022.
Gert er ráð fyrir að þyrlurnar verði afhentar á árinu 2022. Vísir/Daníel

Ríkisstjórnin hyggst leggja til 1,9 milljarð króna í kaup á nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, en gert er ráð fyrir að þær verði afhentar árið 2022.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Framlagið fer til kaupa á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, en áætlað kaupverð hverrar þyrlu er 4,7 milljarðar króna og heildarfjárfesting því upp á ríflega 14 milljarða króna.

„Gert er ráð fyrir að þyrlurnar verði afhentar á árinu 2022. Fjármálaáætlun 2019–2023 gerir ráð fyrir að til viðbótar framlagi ársins 2019 komi þrír milljarðar til greiðslu ár hvert tímabilið 2020–2023,“ segir í frumvarpinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.