Innlent

Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins hækka

Atli Ísleifsson skrifar
Heildarframlag til Þjóðleikhússins verður rúmlega 1,534 milljónir.
Heildarframlag til Þjóðleikhússins verður rúmlega 1,534 milljónir. Vísir/Vilhelm

Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 270 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 sem lagt var fram í dag.

Heildarframlag til Þjóðleikhússins verður rúmlega 1.534 milljónir en var samkvæmt síðasta fjárlagafrumvarpi rétt tæpir 1.493 milljarðar króna. Sinfóníuhljómsveitin fær 1.712 milljónir samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en fékk á síðasta ári 1.481 milljónir.

Í frumvarpinu er fjármálaráðherra jafnframt gert heimilt að selja Maggini fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verja andvirðinu til kaupa á öðru hentugra hljóðfæri.

Þá segir að framlög til Hörpu hækki um 13 milljónir króna og verði 886 milljónir á næsta ári.

Heildarframlög til menningarstofnanna verða 5,2 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og hækka um rúmlega 200 milljónir króna á milli ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.