Innlent

Framlög til þróunarsamvinnu hækka um 233 milljónir

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjórnin stefnir að því að auka framlög til opinberrar þróunaraðstoðar á næstu árum.
Ríkisstjórnin stefnir að því að auka framlög til opinberrar þróunaraðstoðar á næstu árum. Vísir/E.Ól

Heildarfjárheimild til þróunarsamvinnu fyrir árið 2019 er áætluð 5.919 milljónir króna og hækkar um 233 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Miðað er við að 0,28 prósent af vergum þjóðartekjum ársins 2019 verði varið til opinberrar þróunaraðstoðar í heild. Stefnt skuli að því að hlutfallið verði komið í 0,35 prósent árið 2022.

Í frumvarpinu segir að til viðbótar þessum útgjöldum komi önnur framlög sem teljist til opinberrar þróunaraðstoðar, meðal annars stofnfjárframlög og hluti útgjalda á öðrum málefnasviðum vegna umsækjenda um vernd og móttöku kvótaflóttamanna sem í þessu sambandi er áætlaður um 1.707 milljónir króna árið 2019.

„Samtals er gert ráð fyrir að framlög til opinberrar þróunaraðstoðar verði 7.804,9 m.kr. eða 0,28% af þjóðartekjum á árinu 2019 og hækki um 786,2 m.kr. á frá fjárlögum 2018.

Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að auka heildarframlag til opinberrar þróunaraðstoðar á næstu árum og að það verði komið í 0,35% af vergum þjóðartekjum árið 2022,“ segir í frumvarpinu.


Tengdar fréttir

Stefnt að 29 milljarða króna afgangi

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.