Fótbolti

Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er langt síðan Kolbeinn sást í landsliðsbúningnum.
Það er langt síðan Kolbeinn sást í landsliðsbúningnum. vísir/getty

Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss.

Í kvöld spilar Ísland gegn Belgíu og Hamrén hefur gefið það út að hann ætli að gera breytingar á liði sínu. Kolbeinn verður þó ekki í liðinu.

„Ég sagði ekki að Kolbeinn myndi spila í báðum leikjum heldur að Kolbeinn væri klár í 15-20 mínútur. Hann spilaði ekki gegn Sviss því ég vildi skoða aðra leikmenn þá,“ sagði Hamrén og bætti við.

„Svo þarf maður að íhuga hvernig leikur er í gangi og hvaða týpur af leikmönnum maður þarf að fá á völlinn. Kolbeinn er tilbúinn og hefur verið að bæta sig á hverri æfingu. Hann er mjög spenntur fyrir því að vera með og við sjáum til hvort hann fái að spila. Hann verður þó ekki í byrjunarliðinu. Hvort hann spilar fer eftir því hvernig leikurinn þróast.“

Leikur Íslands og Belgíu í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi. Upphitun fyrir leikinn í sjóvnvarpinu hefst klukkan 17.45.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.