Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 16:00 Bjarni Ben fjármálaráðherra tilkynnti um 2000 króna hækkun að jafnaði á persónuafslættinum. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs, en tenging marka efra þrepsins við vísitölu launa skapar ákveðið misræmi þar sem persónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin fylgja vísitölu neysluverðs. Við því er brugðist með því að festa mörk efra þrepsins við vísistölu verðlags. Við þetta er talið að jafnræði verði milli ólíkra tekjuhópa gagnvart skattkerfinu meira og skattgreiðslur almennings lækki um 1,7 milljarða króna. Talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningarfundi um fjárlögin í morgun að persónuafsláttur fólks muni að jafnaði hækka um 2.000 krónur á mánuði. Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga í eyðslu og voru þeir einfaldlega spurðir hvað þeir ætla sér að gera við þennan 24 þúsund kall sem þeir fá á ári frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna.Grínistinn Sólmundur Hólm er gríðarlega þakklátur fyrir breytinguna:„Þetta breytir öllu fyrir mig og fjölskylduna. Við erum að leita okkur að stærri og betri bíl og vorum að leita að einhverjum hagkvæmum kosti. Nú getum við valið það flottasta því peningar eru ekki lengur fyrirstaða.“Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, ætlar í flug, aðra leiðina: „Ég ætla að kaupa mér flug til Egilsstaða aðra leiðina og ís. Kannski fer ég í sund ef ég á afgang.“Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona á FM957, er einnig á leiðinni í flug: „Ætli ég myndi ekki bara kaupa mér aðra leiðina til Köben og eyða klinkinu sem er eftir á Strikinu.“Athafnarkonan Manúela Ósk Harðardóttir ætlar að horfa smá á sjónvarpið: „Ætli ég fái mér ekki Premium Netflix reikning og prófi þetta atriði sem Netflix er. Ég hef aldrei notað það og mér líður eins og útdauðri tegund þegar ég segi fólki það.“ Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs, en tenging marka efra þrepsins við vísitölu launa skapar ákveðið misræmi þar sem persónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin fylgja vísitölu neysluverðs. Við því er brugðist með því að festa mörk efra þrepsins við vísistölu verðlags. Við þetta er talið að jafnræði verði milli ólíkra tekjuhópa gagnvart skattkerfinu meira og skattgreiðslur almennings lækki um 1,7 milljarða króna. Talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningarfundi um fjárlögin í morgun að persónuafsláttur fólks muni að jafnaði hækka um 2.000 krónur á mánuði. Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga í eyðslu og voru þeir einfaldlega spurðir hvað þeir ætla sér að gera við þennan 24 þúsund kall sem þeir fá á ári frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna.Grínistinn Sólmundur Hólm er gríðarlega þakklátur fyrir breytinguna:„Þetta breytir öllu fyrir mig og fjölskylduna. Við erum að leita okkur að stærri og betri bíl og vorum að leita að einhverjum hagkvæmum kosti. Nú getum við valið það flottasta því peningar eru ekki lengur fyrirstaða.“Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, ætlar í flug, aðra leiðina: „Ég ætla að kaupa mér flug til Egilsstaða aðra leiðina og ís. Kannski fer ég í sund ef ég á afgang.“Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona á FM957, er einnig á leiðinni í flug: „Ætli ég myndi ekki bara kaupa mér aðra leiðina til Köben og eyða klinkinu sem er eftir á Strikinu.“Athafnarkonan Manúela Ósk Harðardóttir ætlar að horfa smá á sjónvarpið: „Ætli ég fái mér ekki Premium Netflix reikning og prófi þetta atriði sem Netflix er. Ég hef aldrei notað það og mér líður eins og útdauðri tegund þegar ég segi fólki það.“
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira