Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. september 2018 19:15 Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. Í aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær kemur fram að bannað verður að kaupa nýja bensín eða díselbíla árið 2030. Þá er stefnt að uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma.Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma vegna rafbílavæðingar bílaflotans.„Þetta kemur til með að breytast, við erum að fara meira í almennari viðgerðir líka af því að það kemur til með að minnka hjá okkur á næstu árum eða áratugum. Ef bensínvélin dettur svo alveg út þá hefur það gríðarmikil áhrif hjá okkur. Og ekki bara hjá okkur heldur hjá flestum þeim sem starfa í greininni. Öll endurvinnsla á vélum hættir þar með og smur- og pústþjónusta. Bremsur rafbíla slitna mun minna en hjá bensín-og díselbílum og því mun slík þjónusta einnig minnka stórum. En þetta er bara eitthvað sem við þurfum að taka inní framtíðarplön okkar “ segir hann. Alexander Svanur Guðmundsson vinnur hjá Kistufelli en hann útskrifaðist úr bifvélavirkjun frá Borgaholtsskóla í fyrra. Hann segir að nokkur hluti námsins hafi farið í fræðslu um rafbíla og er óhræddur við þróunina. „Mér finnst spennandi að upplifa þessi tímamót og er viss um að rafbílavæðing bílaflotans hér á landi sé eina vitið,“ segir hann. Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. Í aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær kemur fram að bannað verður að kaupa nýja bensín eða díselbíla árið 2030. Þá er stefnt að uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma.Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma vegna rafbílavæðingar bílaflotans.„Þetta kemur til með að breytast, við erum að fara meira í almennari viðgerðir líka af því að það kemur til með að minnka hjá okkur á næstu árum eða áratugum. Ef bensínvélin dettur svo alveg út þá hefur það gríðarmikil áhrif hjá okkur. Og ekki bara hjá okkur heldur hjá flestum þeim sem starfa í greininni. Öll endurvinnsla á vélum hættir þar með og smur- og pústþjónusta. Bremsur rafbíla slitna mun minna en hjá bensín-og díselbílum og því mun slík þjónusta einnig minnka stórum. En þetta er bara eitthvað sem við þurfum að taka inní framtíðarplön okkar “ segir hann. Alexander Svanur Guðmundsson vinnur hjá Kistufelli en hann útskrifaðist úr bifvélavirkjun frá Borgaholtsskóla í fyrra. Hann segir að nokkur hluti námsins hafi farið í fræðslu um rafbíla og er óhræddur við þróunina. „Mér finnst spennandi að upplifa þessi tímamót og er viss um að rafbílavæðing bílaflotans hér á landi sé eina vitið,“ segir hann.
Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30