Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2018 13:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. MYND/BRAGI GUÐMUNDSSON Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00