Enski boltinn

Jóhann Berg er „martröð liðsstjórans“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Berg er vinsæll hjá flestum í Burnley.
Jóhann Berg er vinsæll hjá flestum í Burnley. vísir/getty
Nick Pope, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley, segir íslenska landsliðsmanninn og samherja sinn Jóhann Berg Guðmundsson vera sá erfiðasti sem að liðsstjórar Burnley eiga við á leikdegi.

Pope svaraði spurningum um liðsfélaga sína í þættinum Soccer AM á Sky Sports þar sem að hann gerði góðlátlegt grín að þeim og sagði skemmtilegar sögur.

Þegar kom að spurningunni „Hver er martröð liðsstjórans?“ benti hann á Jóhann Berg sem hefur verið í herbúðum Burnley í rúm tvö ár.

„Jóhann Berg Guðmundsson er alltaf inni hjá þeim. Það er alltaf eitthvað að hjá honum á leikdegi. Hann er svona mest í því að biðja liðsstjórana um eitthvað,“ segir Pope.

Aðspurður hvort þessar heimsóknir tengjast einhverri hjátrú Jóhanns segir Pope svo ekki vera. Hann vanhagar bara alltaf um eitthvað.

„Nei, hann vantar bara alltaf eitthvað. Ef hann er ekki inni hjá liðsstjóranum er hann hjá sjúkraþjálfaranum að biðja um teip eða eitthvað. Hann er alltaf sá sem er að biðja um eitthvað,“ segir Nick Pope.

Innslagið má sjá hér að neðan en svarið um Jóhann Berg má finna á 7:08




Fleiri fréttir

Sjá meira


×