Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:30 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum. Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum.
Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20
Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30