Enski boltinn

„Ég gæti notað Aron um helgina en ég er ekki viss um að ég vilji það“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í síðasta opinbera fótboltaleiknum sínum á HM í lok júní.
Aron Einar Gunnarsson í síðasta opinbera fótboltaleiknum sínum á HM í lok júní. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson er að verða klár í slaginn og knattspyrnustjórinn hans hjá Cardiff segist hafa möguleika á því að spila íslenska landsliðsfyrirliðanum um helgina.

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, ræddi í dag við blaðamann fyrir leik liðsins á móti Chelsea í ensku úrvalsadeildinni á morgun.

Warnock var meðal annars spurður út í stöðun á íslenska miðjumanninumj Aroni Einari Gunnarssyni.

Aron Einar hefur verið að æfa með liðinu en hann er ekki orðinn nógu góður af ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í nóvember 2017. Aron fór í framhaldinu í aðgerð og spilaði ekki aftur fyrr en í lok mars.  

„Við þurfum ekkert að flýta okkur í því að koma með Aron til baka. Ég gæti notað Aron um helgina ef óskaði þess en ég er ekki viss um að ég vilji það,“ sagði Neil Warnock.

Aron Einar hefur sjálfur talað um það að hann hafi komið of snemma til baka eftir aðgerðina en þá lagði hann ofurkapp á því að komast með á HM.

Aron Einar spilaði síðast með íslenska landsliðinu á þremur leikjum á HM í Rússlandi í sumar en hefur ekki spilað opinberan leik síðan.

Hann spilaði hins vegar síðast með liði Cardiff í lok apríl og hefur því ekkert verið með Vardiff liðinu í upphafi tímabilsins.

Aron Einar missti líka af fyrstu tveimur leikjum íslenska landsliðsins undir stjórnj Eric Hamrén og var sárt saknað inn á miðjunni.

Neil Warnock er líklegur til að nota hann með Cardiff seinna í þessum mánuði sem eru frábærar fréttir fyrir komandi landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×