Liverpool með fullt hús eftir sigur á Wembley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna fyrra marki sínu í dag.
Leikmenn Liverpool fagna fyrra marki sínu í dag. vísir/getty
Liverpool er með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Tottenham á Wembley í dag. Georginio Wijnaldum og Roberto Firmino voru á skotskónum fyrir Liverpool en Erik Lamela skoraði mark Tottenham.

Liverpool skoraði mark eftir tvær mínútur en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu en Roberto Firmino var fyrir innan varnarlínu Tottenham er hann kom boltanum í netið.     

Fyrsta markið sem var löglegt var skorað á 39. mínútu og það gerði hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum. Hann skallaði boltann inn fyrir línuna eftir horn James Milner en Michel Vorm leit ekki vel út í markinu.

Vorm leit afar vel út í þessu marki. Hann lenti í miklum vandræðum með hornspyrnuna og náði svo ekki að koma boltanum frá eftir skalla Wijnaldum. Michael Oliver fékk grænt ljós í úrið og dæmdi því mark. Boltinn fór inn fyrir línuna.

Liverpool var sterkari aðilinn í leiknum og skyndisóknir liðsins eru hættulegar. Eftir fyrirgjöf Sadio Mane skoppaði boltann til Roberto Firmino sem skoraði væntanlega eitt auðveldasta mark sem hann hefur skorað á ferlinum. 2-0 fyrir Liverpool.

Erik Lamela minnkaði muninn fyrir Tottenham er hann skoraði úr afar þröngri stöðu eftir hornspyrnu. Lokatölur þó 2-1 sigur Liverpool sem byrjar tímabilið af miklum krafti á meðan það er minna loft í Tottenham sem hefur tapað tveimur leikjum í röð.

Liverpool er á toppnum með fimmtán stig, fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Tottenham er með níu stig eftir fimm leiki og tvo tapleiki í röð; tap gegn Watford og tap gegn Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira