Innlent

Fljúgandi lömb í Hrunaréttum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Lömbin komu fljúgandi inn í réttirnar í morgun  þegar þau voru rekin inn í almenninginn.
Lömbin komu fljúgandi inn í réttirnar í morgun þegar þau voru rekin inn í almenninginn. Vísir/MHH

Góð stemming var í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi í morgun í björtu og fallegu veðri. Um 3.500 fjár voru í réttunum, auk mikils mannfjölda sem sá um að draga féð í dilka eða fylgjast með réttarstörfum.

Skaftárréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru líka í dag og í fyrramálið kl. 09:00 hefjast Skeiðaréttir. Fjallkóngur Hrunamanna er sáttur við lömbin.

„Já, þau eru bara fín, auðvitað er smátt innan um en annars líst mér vel á þau. Fjallferðin gekk mjög vel enda fengum við frábært veður alla dagana, það gerist varla betra,“ segir Jón Bjarnason frá Skipholti.

Hann var að fara í sína fyrstu ferð á fjall sem fjallkóngur. Fjallkóngur er sá sem stýrir leitunum, verkstjóri sem segir leitarmönnum hvert þeir eiga að fara.

Fjallkóngur Hrunamanna segir lömbin almennt líta vel út eftir að hafa verið á afrétti í sumar. Vísir/MHH
Um 3.500 fjár voru í Hrunaréttum. Vísir/MHH
Jón Bjarnason var að fara í sínar fyrstu leitir sem fjallkóngur. Hann segir veðrið hafa verið frábært alla dagana á fjalli. Vísir/MHH
Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, mætti í réttirnar með frænda sínum. Hannes var í sveit í Hrunamannahreppi til margra ára. Vísir/MHH
Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, mætir alltaf í Hrunaréttir. Vísir/MHH
Það fór vel á með Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu og Elsu Ingjaldsdóttur, eiginkonu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, í réttunum þegar þau spjölluðu við heimamenn. Vísir/MHH
Krakkar eru duglegir að draga í réttum og gefa ekkert eftir í þeim efnum. Vísir/MHH


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.