Katrín segir ójöfnuð aðallega birtast í eignaójöfnuði Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels