Enski boltinn

Digne útskýrir afhverju hann fór til Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Digne hefur byrjað ágætlega í bláa búningnum.
Digne hefur byrjað ágætlega í bláa búningnum. vísir/getty

Það kom einhverjum á óvart er Lucas Digne, vinstri bakvörður Barcelona, ákvað að söðla um og ganga í raðir Everton í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég skipti útaf verkefninu sem er í gangi hérna og stjóranum. Þegar ég talaði við stjórann sagði hann mér góða hluti og mér leið vel með þetta,” sagði Digne aðspurður um afhverju hann hafi skipt til Everton.

„Nýja verkefnið leit vel út og við munum sjá hvað gerist í framtíðinni. Stjórinn hefur góða sýn; hann vill spila boltanum og spila sóknarbolta. Mér líkar við þannig fótbolta.”

„Stjórinn er nýr og þú ert með nokkra nýja leikmenn. Við erum með góða blöndu því við höfum reynslumikla leikmenn sem hafa verið hér lengi og við getum lært af þeim til að ná liðinu ofar í töfluna.”

Everton hefur enn ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni í fyrstu fjórum leikjunum en hefur þó einungis bara unnið einn af fyrstu fjórum leikjunum.

„Ég held að við höfum átt meira skilið. Suma leikina áttum við skilið að vinna en fótboltin er eins og hann er. Við erum þó enn ósigraðir og það er jákvætt. Við verðum að vinna næsta leik til að halda áfram okkar vegferð.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.