Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. september 2018 19:30 Skyndilega er orðið tvísýnt um skipan Kavanaugh í embætti. Vísir/EPA Tilnefning Brett Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara Bandaríkjanna er nú í uppnámi eftir að sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford steig fram með ásakanir um gróft kynferðisofbeldi gegn sér sem að hennar sögn átti sér stað fyrir um þremur áratugum síðan.Sjá: „Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni trump um kynferðisárás.“ Til stendur að greiða atkvæði um skipan Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara á fimmtudaginn en um er að ræða eitt valdamesta embætti Bandaríkjanna. Demókratar í Bandaríkjaþingi vilja að atkvæðagreiðslunni verði frestað til að málið geti hlotið rannsókn og nú hafa nokkrir þingmenn Repúblikana tekið undir ákall um frestun atvkæðagreiðslunnar. Jeff Flake, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, er á meðal þeirra sem kalla á eftir frestun atkvæðagreiðslunnar en hann situr í dómsmálanefnd þingsins sem fer með staðfestingu hæstaréttardómara. Þá hefur Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sagt að ásökununum beri að taka alvarlega. „Það má ekki hafa hana að háði. Hún ætti að bera vitni undir eið í þinginu en það veltur allt á dómsmálanefnd þingsins sem ákvarðar fyrirkomulagið,“ sagði Conway í samtali við blaðamenn í dag. „Kavanaugh ætti einnig að bera vitni og svara ásökunum um þetta 36 ára gamla mál.“ Lögmaður Ford segir að hún sé tilbúin til að mæta fyrir dómsmálanefnd þingsins og bera vitni um málið. Kavanaugh hafnar öllum ásökunum en segist einnig tilbúinn til að bera vitni um málið. Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Tilnefning Brett Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara Bandaríkjanna er nú í uppnámi eftir að sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford steig fram með ásakanir um gróft kynferðisofbeldi gegn sér sem að hennar sögn átti sér stað fyrir um þremur áratugum síðan.Sjá: „Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni trump um kynferðisárás.“ Til stendur að greiða atkvæði um skipan Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara á fimmtudaginn en um er að ræða eitt valdamesta embætti Bandaríkjanna. Demókratar í Bandaríkjaþingi vilja að atkvæðagreiðslunni verði frestað til að málið geti hlotið rannsókn og nú hafa nokkrir þingmenn Repúblikana tekið undir ákall um frestun atvkæðagreiðslunnar. Jeff Flake, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, er á meðal þeirra sem kalla á eftir frestun atkvæðagreiðslunnar en hann situr í dómsmálanefnd þingsins sem fer með staðfestingu hæstaréttardómara. Þá hefur Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sagt að ásökununum beri að taka alvarlega. „Það má ekki hafa hana að háði. Hún ætti að bera vitni undir eið í þinginu en það veltur allt á dómsmálanefnd þingsins sem ákvarðar fyrirkomulagið,“ sagði Conway í samtali við blaðamenn í dag. „Kavanaugh ætti einnig að bera vitni og svara ásökunum um þetta 36 ára gamla mál.“ Lögmaður Ford segir að hún sé tilbúin til að mæta fyrir dómsmálanefnd þingsins og bera vitni um málið. Kavanaugh hafnar öllum ásökunum en segist einnig tilbúinn til að bera vitni um málið.
Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47