Lífið

Bónorð í beinni á Emmy-verðlaunahátíðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil fagnaðarlæti brutust út í höllinni.
Mikil fagnaðarlæti brutust út í höllinni.
Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks.

Þegar veita átti verðlaun fyrir bestu leikstjórnina af sérefni eða skemmtiefni í gærkvöldi gerðist heldur betur merkilegt atvik.

Þá vann Glen Weiss fyrir leikstjórn sína á síðustu Óskarsverðlaunahátið.

Í kjölfarið bað hann kærustu sína að koma upp á sviðið og einfaldlega skellti sér á skeljarnar og bað hennar.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá kappanum.


Tengdar fréttir

Þessi unnu Emmy-verðlaun

Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.