Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. september 2018 08:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
„Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira