Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. september 2018 08:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira