Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2018 20:45 Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39
Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04