Hraustlegt hvassviðri í kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 06:51 Það mun blása töluvert víðsvegar landinu í dag. Veðurstofan Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. Þá getur jafnframt orðið mjög hvasst á miðhálendinu eftir því sem líður á daginn. Lægð sem liggur við Hvarf þessa stundina mun framkalla vaxandi suðlæga átt í dag og munu önnur skil, sem koma í kvöld, verða nokkuð hraustleg að sögn Veðurstofunnar. Spáð er stífri sunnan- og suðaustanátt með rigningu, þar af talsverðri rigningu sunnan og suðaustantil í nótt og í fyrramálið. Hviður við fjöll geta farið upp í 30 m/s og jafnvel 40 m/s á hálendinu. Gular viðvaranir eru í gildi og er fólki bent á þær. „Það er ekki útlit fyrir að þessi lægð slái nein met en hún getur engu að síður haft áhrif ef aðgát er ekki höfð, til dæmis hjá tjaldferðalöngum, bílum með aftanívagna og fólki með trampólín og laus garðhúsgögn í nærumhverfi sínu,“ segir veðurfræðingur. Þá frysti einnig víða á landinu í nótt - enda hægur vindur og víða léttskýjað. Næstu nótt er ekki útlit fyrir að hiti fari undir frostmark, en með lækkandi sólu má eðlilega gera ráð fyrir að þetta gerist aftur og aftur á næstu vikum enda ekki mikið eftir af sumrinu. Það stefnir svo í suðvestan strekking og skúri eða rigningu sunnan- og vestanlands á morgun og laugardag. Annars verður hægari vindur og bjartara veður.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning, einkum SA-lands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum, en léttir til N- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-horninu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en strekkingur syðst. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag:Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða væta með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu fyrir norðan og kólnandi veðri, en bjart með köflum syðra. Veður Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. Þá getur jafnframt orðið mjög hvasst á miðhálendinu eftir því sem líður á daginn. Lægð sem liggur við Hvarf þessa stundina mun framkalla vaxandi suðlæga átt í dag og munu önnur skil, sem koma í kvöld, verða nokkuð hraustleg að sögn Veðurstofunnar. Spáð er stífri sunnan- og suðaustanátt með rigningu, þar af talsverðri rigningu sunnan og suðaustantil í nótt og í fyrramálið. Hviður við fjöll geta farið upp í 30 m/s og jafnvel 40 m/s á hálendinu. Gular viðvaranir eru í gildi og er fólki bent á þær. „Það er ekki útlit fyrir að þessi lægð slái nein met en hún getur engu að síður haft áhrif ef aðgát er ekki höfð, til dæmis hjá tjaldferðalöngum, bílum með aftanívagna og fólki með trampólín og laus garðhúsgögn í nærumhverfi sínu,“ segir veðurfræðingur. Þá frysti einnig víða á landinu í nótt - enda hægur vindur og víða léttskýjað. Næstu nótt er ekki útlit fyrir að hiti fari undir frostmark, en með lækkandi sólu má eðlilega gera ráð fyrir að þetta gerist aftur og aftur á næstu vikum enda ekki mikið eftir af sumrinu. Það stefnir svo í suðvestan strekking og skúri eða rigningu sunnan- og vestanlands á morgun og laugardag. Annars verður hægari vindur og bjartara veður.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning, einkum SA-lands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum, en léttir til N- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-horninu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en strekkingur syðst. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag:Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða væta með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu fyrir norðan og kólnandi veðri, en bjart með köflum syðra.
Veður Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira