Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 18:07 Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Vísir/Vilhelm Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira