Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Airbus Super Puma 225 þyrla eins og þær sem Landhelgisgæslan samdi um leigu á fyrir sléttum þremur mánuðum. Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira