Sagt upp á Mogganum eftir fjörutíu ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2018 12:24 Skapti Hallgrímsson hefur alla starfsævi sína staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Vísir/Auðunn Níelsson Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar. Fjölmiðlar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar.
Fjölmiðlar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira